Innlent

Merki um leiðbeinandi hraða

Vegagerðin hefur ákveðið að setja upp merki sem sýna leiðbeinandi hámarkshraða og verða þau sett upp við stofnvegi landsins.  Þetta er eitt verkefna umferðaröryggisáætlunar til ársins 2008, sem var samþykkt á Alþingi á síðastliðð vor. Merkin eru upplýsingamerki og sett upp með öðrum merkjum sem gefa til kynna hvað sé framundan.  Merkin verða sett upp á þeim stöðum á vegum landsins, þar sem ástæða þykir til að vekja athygli á að akstur á leyfðum hámarkshraða sé óráðlegur vegna akstursaðstæðna.  Ákvörðun um hvar merkin eru sett upp er m.a. tekin á grundvelli útreikninga á beygjum og þannig fundinn hæfilegur hraði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×