Innlent

Fyrsti metanknúði sorpbíllinn

Í gær var fyrsti metanknúni sorpbíll landsins tekinn í notkun, en hann er mun hljóðlátari en hefðbundnir díselbílar og veldur 80 % minni sótmengun, auk þess sem útblástur köfnunarefnisoxíðs er 60 % minni en í venjulegum sorpbílum. Reykjavíkurborg stefnir að því að allir tíu sorpbílar borgarinnar verði knúnir metani á næstu árum. Metangasið sem sorpbíllinn gengur fyrir er unnið úr sorpi borgarbúa í Álfsnesi.Umhverfissvið Reykjavíkurborgar leigir bílinn, sem er Mercedes-Benz Econic, af Vélamiðstöðinni efh.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×