Innlent

Samskip bætir við flotann

Skipafélagið GEEST north sea line, sem er dótturfélag Samskipa, hefur gengið frá samningi um leigu á fjórum nýjum gámaskipum sem verða afhent á næsta ári. Tvö skipanna verða eingöngu notuð á siglingaleiðum félagsins til Bretlands. Hin tvö skipin þjóna jöfnum höndum öðrum áætlunarleiðum félagsins. Samskip keyptu Geest North Sea Line í mars sl. og eru félögin nú með 18 gámaflutningaskip í föstum áætlunarsiglingum víða um Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×