Innlent

FF fagnar rannsókn

Stjórn Félags framhaldskólakennara (FF) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að fram eigi að fara opinber rannsókn á stjórnarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði. Í yfirlýsingunni segir að með bréfi til lögmanns FF hafi menntamálaráðuneytið skýrt frá því að eftir viðræður hafi skólameistari samþykkt að falla frá frekari málsmeðferð á hendur Ingibjörgu Ingadóttur. Í kjölfarið hafi ráðuneytið ákveðið að gera úttekt á stjórnarháttum innan MÍ. Í yfirlýsingunni er því fagnað að ráðuneytið hafi ákveðið að taka fram fyrir hendur skólameistara. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari MÍ sagðist í Fréttablaðinu í gær ánægð með að ráðuneytið skildi fara fram á rannsókn. Eins sagðist hún sjálf hafa farið fram á að slík úttekt yrði gerð. Samkvæmt yfirlýsingu FF var það hins vegar eftir að ráðuneytinu barst bænaskjal frá 25 starfsmönnum skólans og beiðni frá stjórn FF að ákveðið var að gera þessa úttekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×