Innlent

Straumsvík gerir samning við OR

Álverið í Straumsvík tryggði sér í dag tæplega helminginn af þeirri orku sem til þarf vegna stækkunar álversins með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur. Í samningnum felst að Alcan á Íslandi kaupi 200 megawött af Orkuveitunni. Gert ráð fyrir að orkan verði tilbúin til afhendingar á seinni hluta ársins 2010. Tekjur Orkuveitunnar vegna samningsins verða um 60 milljarðar króna á samningstímanum. Áætlað er að gengið verði frá endanlegum samningi síðar á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×