Erlent

Wiesenthal látinn

Simon Wiesenthal, sem helgaði líf sitt því að draga stríðsglæpamenn nasista fyrir rétt eftir síðari heimstyrjöldina, er látinn, 96 ára að aldri. Hann hafði upp á rúmlega eitt þúsund nasistaböðlum víða um heim á ferli sínum, en frægastur þeirra var Adolf Eichmann, sem var einn nánasti samstarfsmaður Hitlers við framkvæmd helfararinnar. Hún kostaði um sex milljónir gyðinga lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×