Óvissuferðir með strætó Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 18. ágúst 2005 00:01 Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun