
Óvissuferðir með strætó
Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert?
Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir.
Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað.
Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst.
Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar.
Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Skoðun

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Tölfræði og raunveruleikinn
Jón Frímann Jónsson skrifar

Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna
Einar Hugi Bjarnason skrifar

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar