Lífið

Lestur á undanhaldi í Bretlandi

Eftir yfirlýsingu Viktoríu Beckham í gær þess efnis að hún hefði aldrei á ævinni lesið bók hafa breskir fjölmiðlar birt könnun á lestrarvenjum þjóðarinnar sem framkvæmd var árið 2001. Þar kemur fram að einn fjórði þjóðarinnar hafði þá ekki lesið bók undanfarna tólf mánuði. Talan er umtalsvert hærri í hópi karla á aldrinum 16-24 ára en þar hafði tæpur helmingur ekki litið í bók undanfarna tólf mánuði. Skýringar Breta á lestrarskortinum eru þær að fólk hafi hreinlega ekki tíma og einnig að aðrir miðlar eins og sjónvarpið sjái nú fólki fyrir afþreyingu. En athyglisvert er að minnkandi lestur fer ekki saman við fjölda fullorðinna sem eiga við lestrarörðuglieka að stríða því þeim hefur fækkað úr fimm milljónum í tvær. Bretum gengur því betur að lesa þrátt fyrir að lesa minna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.