Kennarastarfið er hugsjón 23. febrúar 2005 00:01 Paloma kennir krökkum í fyrsta bekk í Lindaskóla og er auk þess deildarstjóri yngstu deildarinnar í skólanum. Strax á unga aldri var hún staðráðin í að verða kennari og þakkar það meðal annars mörgum góðum kennurum sem hún sjálf hafði á sinni skólatíð. "Það kom ekkert annað til greina en að verða kennari," segir Paloma, sem er ánægð með lífið og tilveruna þó að launin mættu vera hærri. "Þetta er hugsjón og ég lifi fyrir starfið." Mikilvægast finnst henni að sjá vellíðan og árangur barnanna af skólastarfinu. "Það er ómetanlegt að fá að móta börn með foreldrum þeirra. Þetta er einstakt starf að því leyti." Eftir útskrift úr Kennaraháskólanum fór hún aftur heim til Vestmannaeyja og kenndi þar í fimm ár áður en hún flutti á fasta landið. Og það var ekkert smávegis afl sem dró hana þaðan árið 2000. "Það var ástin, ég elti ástina," segir hún og hlær en skömmu áður hafði hún kynnst mannsefni sínu, Jóni Pétri Úlfljótssyni danskennara. Þau eiga hvort sinn soninn og búa hamingjusöm í Breiðholtinu. Paloma var beðin um að gefa kost á sér til stjórnarsetu í Félagi grunnskólakennara og lét til leiðast. Hún hafði áður sinnt trúnaðarstörfum fyrir starfsstétt sína og alltaf verið með munninn opinn, eins og hún segir sjálf. Samningaviðræður kennara í vetur og verkfallið sem stóð í margar vikur sitja enn í henni og starfssystkinum hennar. "Það er langt í frá að kennarar hafi jafnað sig á verkfallinu og lögunum sem gerðu þeim að mæta aftur til starfa. Þetta var algjört áfall og við trúðum aldrei að þetta myndi fara svona." Hún segir málin ennþá mikið rædd á kennarastofunni og ekki annað að gera fyrir nýja stjórn Félags grunnskólakennara en að reyna að finna nýjan flöt á kjaramálunum. Faðir Palomu kom hingað upp úr 1960 og kynntist hér móður hennar. "Hann kom til að vinna og upplifa ævintýri og þau eru enn búsett í Vestmannaeyjum." Hún reynir að fara eins oft til Spánar með fjölskyldunni og mögulegt er enda er föðurfólk hennar búsett þar. Hún getur þó ekki farið árlega eins og hún helst vildi. "Það eru ekki til peningar til þess, kennarar hafa ekki efni á því," segir Paloma og brosir út í annað. Í staðinn heldur hún í spænska siði, þá helst matseldina enda Spánverjar mikið matarfólk. Og svo er það dansinn sem gerir jú hvern mann glaðari. "Ég dansa samkvæmisdansa einu sinni í viku," segir hún og neitar staðfastlega þegar hún er spurð hvort hún sé góð. Bóndi hennar leiðbeinir henni á gólfinu en dansfélaginn er annar. "Ég er ekki nógu góður dansari til að dansa við Jón Pétur," segir lífsglaði Vestmannaeyingurinn með spænska nafnið sem lifir fyrir kennsluna og börnin og þráir ekkert heitar en að kennarar njóti virðingar í samfélaginu. Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Paloma kennir krökkum í fyrsta bekk í Lindaskóla og er auk þess deildarstjóri yngstu deildarinnar í skólanum. Strax á unga aldri var hún staðráðin í að verða kennari og þakkar það meðal annars mörgum góðum kennurum sem hún sjálf hafði á sinni skólatíð. "Það kom ekkert annað til greina en að verða kennari," segir Paloma, sem er ánægð með lífið og tilveruna þó að launin mættu vera hærri. "Þetta er hugsjón og ég lifi fyrir starfið." Mikilvægast finnst henni að sjá vellíðan og árangur barnanna af skólastarfinu. "Það er ómetanlegt að fá að móta börn með foreldrum þeirra. Þetta er einstakt starf að því leyti." Eftir útskrift úr Kennaraháskólanum fór hún aftur heim til Vestmannaeyja og kenndi þar í fimm ár áður en hún flutti á fasta landið. Og það var ekkert smávegis afl sem dró hana þaðan árið 2000. "Það var ástin, ég elti ástina," segir hún og hlær en skömmu áður hafði hún kynnst mannsefni sínu, Jóni Pétri Úlfljótssyni danskennara. Þau eiga hvort sinn soninn og búa hamingjusöm í Breiðholtinu. Paloma var beðin um að gefa kost á sér til stjórnarsetu í Félagi grunnskólakennara og lét til leiðast. Hún hafði áður sinnt trúnaðarstörfum fyrir starfsstétt sína og alltaf verið með munninn opinn, eins og hún segir sjálf. Samningaviðræður kennara í vetur og verkfallið sem stóð í margar vikur sitja enn í henni og starfssystkinum hennar. "Það er langt í frá að kennarar hafi jafnað sig á verkfallinu og lögunum sem gerðu þeim að mæta aftur til starfa. Þetta var algjört áfall og við trúðum aldrei að þetta myndi fara svona." Hún segir málin ennþá mikið rædd á kennarastofunni og ekki annað að gera fyrir nýja stjórn Félags grunnskólakennara en að reyna að finna nýjan flöt á kjaramálunum. Faðir Palomu kom hingað upp úr 1960 og kynntist hér móður hennar. "Hann kom til að vinna og upplifa ævintýri og þau eru enn búsett í Vestmannaeyjum." Hún reynir að fara eins oft til Spánar með fjölskyldunni og mögulegt er enda er föðurfólk hennar búsett þar. Hún getur þó ekki farið árlega eins og hún helst vildi. "Það eru ekki til peningar til þess, kennarar hafa ekki efni á því," segir Paloma og brosir út í annað. Í staðinn heldur hún í spænska siði, þá helst matseldina enda Spánverjar mikið matarfólk. Og svo er það dansinn sem gerir jú hvern mann glaðari. "Ég dansa samkvæmisdansa einu sinni í viku," segir hún og neitar staðfastlega þegar hún er spurð hvort hún sé góð. Bóndi hennar leiðbeinir henni á gólfinu en dansfélaginn er annar. "Ég er ekki nógu góður dansari til að dansa við Jón Pétur," segir lífsglaði Vestmannaeyingurinn með spænska nafnið sem lifir fyrir kennsluna og börnin og þráir ekkert heitar en að kennarar njóti virðingar í samfélaginu.
Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira