Innlent

Kjötmjölsverksmiðjunni lokað

Nokkurra ára fullkominni kjötmjölsverksmiðju, sem unnið hefur úr sláturúrgangi á Suðurlandi, verður lokað á föstudag vegna rekstrarerfiðleika. Þar með fara sjö þúsund tonn af sláturúrgangi, sem stöðin hefur tekið við á ári, á vergang að mati Torfa Áskelssonar framkvæmdastjóra. Hann segir þetta risastórt skref aftur á bak í umhverfismálum því urða þarf úrganginn úti í móður náttúru. Hann segir þó að ekki sé hætta á að úrgangurinn smiti frá sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×