Skoðun

Hugleiðing um vald

Vinnustaðalýðræði - Hulda Björg Sigurðardóttir Keppni og valdabárátta eru upphafin í fréttum og afþreyingarefni um leið og varla er minnst á að ýmsir aðrir hæfileikar komi fólki vel og séu líklegri til þess að færa því hamingju. Þetta tengist einstaklingsumfjöllun þar sem einstaklingurinn er oft klipptur frá raunverulegum bakgrunni og aðstæðum. Síðastliðið ár hefur verið áberandi hjá ráðamönnum að þeir setji sig í stellingar og sýni hver ræður. Alls staðar er verið að knésetja menn og helst allir atburðir settir þannig fram að um sigurvegara og "tapara" sé að ræða. Áhugavert í þessu samhengi er vinnustaðalýðræði og staða einstaklingsins gagnvart samstarfsfólki. Í þjóðarstofnun Íslendinga, Ríkisútvarpinu, gerðist það sjaldgæfa að félagsfyrirbærið, stofnun eða vinnustaður, þurfti að lúta því að vera samstarfsverkefni allra sem leggja hönd á plóginn. Um leið stakk í augun blinda tveggja einstaklinga á vald sitt. Þar skiptist í tvö horn. Sá eldri trúði á mátt yfirvalds og bakhjarla, en hinn á eigin mátt, ef marka má orð hans. Sá setti sig í spor Davíðs og taldi sig vera að fást við Golíat, sem kannski er ekki heldur óeðlilegt ef litið er til ímyndar ungra stjórnanda. Honum virtist fullkomlega dulið að hann væri peð á taflborði. En því miður er þetta ef til vill ekki bara speglun fjölmiðlanna. Eða hefur einhver kannað nýlega hvernig "mannauðurinn" blómstrar og hvort vinnustaðalýðræði er hér almennt virt í fyrirtækjum? Höfundur er lyfjafræðingur, BA í heimspeki og kynjafræðingur.



Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×