Fimm leikir í NBA í nótt 13. apríl 2005 00:01 Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn. NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn.
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira