Innlent

Forsetinn í Eyjafjarðarsveit

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, voru í opinberri heimsókn í Eyjafjarðarsveit í gær en dagana tvo þar á undan sóttu forsetahjónin Akureyringa heim. Fánar voru víða dregnir að húni í Eyjafjarðarsveit og hittu forsetahjónin fjölmarga íbúa sveitarfélagsins að máli en gestirnir fóru vítt og breitt um sveitina. Um morguninn heimsóttu forsetahjónin skóla í Eyjafjarðarsveit og snæddu svo hádegisverð á Meðferðarheimilinu að Laugalandi en þar eru til meðferðar stúlkur sem ánetjast hafa vímuefnum. Að hádegisverði loknum var farið í kynnisferð um sveitarfélagið, með viðkomu á fjölmörgum stöðum, og í gærkvöld var haldin fjölskylduhátíð í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla til heiðurs forsetahjónunum. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, var ánægður með heimsókn forsetahjónanna og segir hann heimsóknir af þessu tagi mikilvægan lið í að þjappa íbúunum saman og vekja athygli á byggðarlaginu og þeirri menningu sem þar blómstrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×