Græðgin aðalhvati allra framfara? 14. september 2005 00:01 Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð".
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar