Þingmenn hafi fært til fjármagn 19. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira