Innlent

Hús Guðjóns Samúelssonar rifið?

Hollvinir Gamla mjólkursamlagsins í Borgarnesi mótmæla að rífa eigi húsið og vilja að það verði byggt upp. Húsið var byggt eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrrum húsameistara ríkisins. Halldór Hauksson, forsvarsmaður hollvinanna, segir fjölda einstaklinga hafa gert athugasemdir við bæjaryfirvöld vegna málsins: "Ég held nú að niðurrif hússins hafi vafist fyrir þeim. Af einhverjum ástæðum hins vegar gefa þau sér þær forsendur að húsið sé ónýtt og nota viðgerðarkostnað sem rök fyrir niðurrifinu. Það verður örugglega dýrt að gera það upp en húsið er það verðmætt að algerlega óleyfilegt er að rífa það." Pétur H. Ármannsson, arkitekt og varaformaður Húsafriðunarnefndar ríkisins, segir bygginging hafa gildi fyrir staðinn. "Ég tel að Borgarnes væri fáttækara ef hún væri rifin," segir Pétur. Fleiri álíka hús hafi risið. Söngskólinn í Reykjavík sómi sér vel í slíku húsi sem og gallerí í svokölluðu Listagili á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×