Innlent

Innflytjendur tæplega 500 fleiri

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði um tæplega fimm hundruð manns á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Í lok síðasta árs voru alls 10.636 einstaklingar með erlent ríkisfang búsettir hérlendis en þeir voru 10.180 í lok árs 2003. Pólverjar eru enn sem fyrr langfjölmennastir í hópi innflytjenda eða rétt rúmlega 1900 og fjölgaði þeim um 50 frá 2003. Fjöldi innflytjenda sem hlutfall af heildarmannfjölda í landinu er þó enn nokkuð lægri hérlendis en í nágrannalöndum okkar. Hann var 3,6 prósent í lok árs í fyrra en til samanburðar þá var hlutfallið 4,5 prósent í Noregi, 5,0 prósent í Danmörku og 5,3 prósent í Svíþjóð. Undanfarinn ártug hefur íbúum með erlent ríkisfang á Íslandi fjölgað um helming en þeir voru 1,8% þjóðarinnar árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×