Erlent

Önnur umferð páfakjörs fer fram

Önnur umferð atkvæðagreiðslu um kjör páfa stendur nú yfir. Atkvæðaseðlarnir verða svo brenndir um klukkan tíu og þá stígur reykur upp frá skorsteini Sixtínsku kapellunnar. Verði hann svartur munu kardínálarnir 115 ganga strax aftur til atkvæðagreiðslu. Fái enn enginn þeirra minnst tvo þriðju hluta atkvæða verður gert hlé og svo kosið tvisvar sinnum á nýjan leik síðar í dag. Kardínálarnir gengu í fyrsta sinn til atkvæðagreiðslu í gær og laust upp úr klukkan sex að íslenskum tíma steig svartur reykur upp frá Sixtínsku kapellunni eins og búist hafði verið við enda hefur aldrei í sögunni fengist niðurstaða úr fyrstu umferð atkvæðagreiðslu um kjör á nýjum páfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×