Innlent

Óánægja starfsmanna Norðuráls

Aðeins fjögurra atkvæða munur skyldi að í kosningu um kjarasamning starfsmanna Norðuráls og var hann samþykktur. Fjögur atkvæði voru auð eða ógild. Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, skrifar á vef þess að vont sé að nær helmingur starfsmanna sé óánægður en ekki hafi verið komist lengra án átaka. Væntingar starfsmanna hafi verið miklar. Í samningnum hafi hins vegar orlofs og desemberuppbætur hækkað um 112 þúsund fyrir árið og sé sambærilegt við aðrar stóriðjur og launin hækkað þremur prósentum umfram hinar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×