Sport

Auðun til liðs við FH

Íslandsmeistarar FH verða ekki árennilegir næsta sumar því enn bætist í sterkan leikmannahóp félagsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins mun varnarmaðurinn sterki, Auðun Helgason, skrifa undir þriggja ára samning við félagið í dag. Auðun er uppalinn FH-ingur en hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin ár. Sænska félagið Landskrona bauð honum tveggja ára samning og var einnig tilbúið að gera hann að fyrirliða liðsins samkvæmt heimildum blaðsins. Auðun hafnaði samningstilboði félagsins og ákvað frekar að koma heim til Íslands. Auðun verður þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Íslandsmeistarana í vetur en áður hafa Daninn Dennis Siim og Ólafur Páll Snorrason skrifað undir samning við félagið. Auðun vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær en FH er með blaðamannafund í hádeginu í dag þar sem Auðun verður kynntur til leiks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×