Lífið

Styrktartónleikar í Smáralind

 Aðstandendur Hafdísar Láru Kjartansdóttur, sem lést ung úr arfgengri heilablæðingu, afar sjaldgæfum sjúkdómi, halda tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld til styrktar rannsóknum sem miða að því að finna lækningu. María Ósk Kjartansdóttir, systir hennar, segir tónleikana haldna til að afla fjár til að efla rannsóknir á sjúkdómnum, en hann sé einungis að finna á Íslandi og megi rekja til Breiðafjarðar. Hafdís hugðist halda tónleikana en henni entist ekki aldur til þess. María segir að hún hafi undirbúið tónleikana sjálf fyrir tveimur til þremur árum og hafi verið búin að ræða við hljómsveitirnar sem komi fram. Fjölskyldan sé í raun að ljúka verki hennar. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og standa til hálfellefu í kvöld. Þar koma fram Á móti sól, Skítamórall, Hreimur úr Landi og sonum, Hera, Edgar Smári, Íris Lind Verudóttir, Páll Óskar og Monica og Páll Rósinkrans. María Ósk skipulagði tónleikana ásamt Bergþóri M. Arnarsyni, ekkli eftir Hafdísi Láru, og fleiri aðstandendum. Arfgeng heilablæðing herjar einungis á íslenskar fjölskyldur og er algengast að arfberinn láti lífið á þrítugsaldri. María Ósk segir lækna hafa gengið úr skugga um að hún hafi ekki sjúkdóminn sem dró systur hennar til dauða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.