Innlent

Ungur ökumaður á ógnarhraða

Ungur ökumaður á bráðabyrgðaskírteini hunsaði lögreglu og stöðvaði ekki aksturinn er lögreglan mældi hann á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni um hálfs sex leytið í gærmorgun. Bifreiðin unga mannsins fannst stuttu síðar í Ytri Njarðvík yfirgefin. Ökumaður og félagi hans voru teknir á göngu stuttu frá og fluttir á lögreglustöðina í Keflavík. Ökumaðurinn á von á að missa bílprófið en þeim félögum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×