Erlent

Sprenging í Sambíu

51 maður fórst í sprengiefnaverksmiðju í Sambíu í fyrradag. 26 er enn saknað og er óttast að þeir séu einnig látnir. Verksmiðjan er í bænum Kitwe sem er 400 kílómetrum norður af höfuðborginni Lusaka. Hún sér koparnámum í héraðinu fyrir dýnamíti. Sprengingin var gífurlega öflug og flattist verksmiðjuhúsið út. Ekki er talið líklegt að nokkur sem var þar við störf hafi komist lífs af. Fljótlega eftir slysið þustu grátandi ættingjar verkamannanna á vettvang en lögregla hleypti þeim ekki inn á svæðið. Rannsókn fer nú fram á orsökum sprengingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×