Erlent

Rice hallmælti Lúkasjenkó

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti sjö andófsmenn frá Hvíta-Rússlandi í Litháen í gær og lofaði þá fyrir baráttu sína gegn "síðasta harðstjóranum í Mið-Evrópu," og vísaði þar til Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins, sem hefur stjórnað með harðri hendi undanfarin ellefu ár. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, túlkar ummæli Rice á þann veg að hún sé að gefa í skyn að Lúkasjenkó verði steypt með erlendri íhlutun. Ráðamenn í Hvíta-Rússlandi kalla ummæli Rice aðdróttanir og ákall til að steypa löglega kjörinni ríkisstjórn sjálfstæðs ríkis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×