Innlent

Styrkir til starfa í þágu barna

Þrjú verkefni fengu styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf í gær, en alls bárust 30 umsóknir um styrk.Anna C. Leplar myndmenntakennari og Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur fengu styrk vegna gerðar listaverkabókar fyrir börn. Elfa Lilja Gísladóttadóttir tónlistarkennari fékk styrk fyrir þróunarverkefnið Hring eftir hring sem felst í námsefnisgerð í tónlist og hreyfingu fyrir elstu börn leikskóla. Þá var Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og frásögn, einnig veittur styrkur. Hver styrkur nemur hálfri milljón króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×