Innlent

Ósvör opnuð eftir breytingar

Í dag klukkan tvö, sumardaginn fyrsta, verður sjóminjasafnið Ósvör opnað í Bolungarvík eftir miklar breytingar. Þar hefur meðal annars verið byggt þjónustuhús sem tekið verður í notkun í dag. Finnbogi Bernódusson hefur verið ráðinn safnvörður Ósvarar og tekur við af Geir Guðmundssyni sem verið hefur safnvörður um árabil en hann hefur í gegnum tíðina verið burðarásinn í uppbyggingu safnsins í Bolungarvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×