Erlent

Funda um myndun stjórnar

Þau Gerhard Schröder og Angela Merkel, leiðtogar stóru stjórnmálaflokkanna í Þýskalandi, sitja nú á fundi til að reyna að útkljá deilur um hvort þeirra verði kanslari í samsteypustjórn. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi segja því sem næst öruggt að Schröder verði að gefa embættið eftir og að Merkel verði fyrsta konan á kanslarastóli. Ekki er hins vegar búist við því að greint verði frá neinni niðurstöðu fyrr en á sunnudaginn kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×