Erlent

Koma upp hamfaraviðvörunarbúnaði

Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að koma upp viðvörunarbúnaði sem varar við hamförum á borð við flóðbylgjuna miklu sem skall á ströndum ríkja við Indlandshaf í desember. Jaipal Reddy, upplýsingarráðherra Indlands, segir að viðvörunarbúnaðaðinum verði komið fyrir í Andhra Pradesh héraði á Suður-Indlandi. Ráðgert er að búnaðurinn verði kominn í gagnið í september árið 2007. Stjórnvöld á Indlandi voru gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu snögglega við hamförunum á annan dag jóla í fyrra. Þjóðir við Indlandshaf treysta nú á viðvörunarbúnað sem er staðsettur á Kyrrahafi, þar til þjóðirnar fá eigin viðvörunarbúnað. Markmiðið er að búnaðurinn sendi út upplýsingar á fimm mínútna fresti líkt og viðvörunarbúnaður sá sem notaður er í Japan og Chile. Með því móti ætti að vera hægt að vara fólk við ef flóðbylgja er á leiðinni. Um 232 þúsund manns týndu lífi þegar flóðbylgja skalla á ströndum ríkja við Indlandshaf 26. desember síðastliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×