Erlent

Bóluefni verði fjöldaframleitt

George Bush Bandaríkjaforseti mun hvetja lyfjaframleiðendur til þess að finna leiðir til framleiða bóluefni gegn fuglaflensu í miklu magni í ljósi þess að veikin getur orðið að heimsfaraldri. Þegar hafa yfir 100 manns sýkst af fuglaflensu í heiminum frá árinu 2003 og ríflega 60 þeirra létust. Þá hefur tugmilljónum fugla verið slátrað vegna veikinnar og alifuglaiðnaðurinn hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóna völdum hennar. Að sögn talsmanns Hvíta hússins mun Bush funda í dag með helstu ráðgjöfum sínum um viðbrögð við fuglaflensunni og þá mun hann eiga fund með helstu framleiðendum bóluefnis gegn fuglaflensu á morgun og hvetja þá til að auka framleiðslu sína svo koma megi í veg fyrir frekari útbreiðslu veikinnar meðal fugla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×