Erlent

Hjartaáfall nægir ekki

Aðeins helmingur þeirra reykingamanna sem fá hjartaáfall hætta að reykja, þrátt fyrir aðvaranir lækna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var í fimmtán Evrópulöndum. Fimm þúsund og fimm hundruð manns, sem fengið höfðu hjartaáfall eða höfðu þjáðst af æðaþrengslum í hjartanu, tóku þátt í könnuninni en 40 prósent þeirra voru reykingamenn. Læknarnir sem stóðu að könnuninni segja niðurstöðurnar sláandi og velta fyrir sér hvað þurfi til svo fólk hætti að reykja, ef aðstæður þar sem það sé nær dauða en lífi - og þá ekki síst vegna reykinganna - nægir ekki til að fólk láti af ósiðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×