Erlent

Mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki

Ungt fólk verður helst fyrir barðinu á atvinnuleysi í Evrópu. Hlutfall atvinnuleysis hjá fólki á aldrinum 15-24 ára í löndum innan Evrópusambandsins er helmingi meira en atvinnuleysi í Evrópu almennt. Tæp fimmtán prósent fólks á þessum aldri eru án atvinnu samkvæmt nýjum tölum frá OECD. Verst er ástandið í Póllandi þar sem atvinnuleysi fólks yngra en 24 ára mælist heil 43 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×