Erlent

Helmingur studdi stjórnarskrá ESB

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem birtar voru í vikunni studdi rétt innan við helmingur íbúa Evrópusambandsins stjórnar­skrársátt­mála þess, skömmu áður en Frakkar og Hollendingar felldu hann í þjóðar­atkvæðagreiðslum snemm­sumars í ár. Könnunin sýndi að um 48 prósent kjósenda í 19 af 25 aðildarríkjum sambandsins studdu samþykkt sáttmálans, nýjustu uppfærslu stofnsáttmála ESB sem ætlað var að gera ákvarðanatöku og stofnanauppbyggingu stækkaðs ESB skilvirkari og gegnsærri. Könnunin var gerð á vegum Eurobarometer, viðhorfskannanadeildar ESB-hagstofunnar Eurostat, dagana 9. til 14. maí, en niðurstöðurnar birtust ekki fyrr en nú, sem hluti af stærri könnun sem birt er ársfjórðungslega. 28 prósent aðspurða sögðust á móti samþykkt sáttmálans en 24 prósent voru óákveðin. Síðan Frakkar og Hollendingar höfnuðu sáttmálanum er óljóst hvað um hann verður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×