Erlent

Drengur lést í eldsvoða í Danmörku

Átta ára gamall drengur lést í eldsvoða í bænum Skævinge í Danmörku í nótt. Móðir drengsins komst út úr brennandi húsinu en eldurinn gerði það að verkum að hún komst ekki til sonar síns sem var sofandi á efri hæð hússins. Að sögn talsmanns slökkviliðsins var drengurinn látinn þegar reykkafarar komu að honum en dánarorsökin var köfnun. Eldsupptök eru rakin til kertis sem gleymdist að slökkva á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×