Erlent

Átta ára brann inni

Eldur kom upp í raðhúsi í Skævinge, nærri Hillerød á Sjálandi, og beið átta ára gamall drengur bana í eldsvoðanum. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá logandi kerti sem gleymst hafði í stofunni. Pilturinn svaf á efri hæð hússins en móðir hans á jarðhæðinni og sökum eldhafsins gat hún ekki bjargað syni sínum. Henni tókst hins vegar að forða sér sjálfri út úr húsinu. Þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið brunnið og drengurinn látinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×