Erlent

Nýjar tegundir risaeðlna finnast

Tvær nýjar tegundir risaeðlna hafa fundist við fornleifauppgröft í Norðaustur Kína. Alþjóðlegur hópur vísindamanna greindi frá þessu í dag. Ummerki risaeðlanna eru steingervingar en þessar tvær tegundir tilheyra hópi skriðdýra, svokölluðum pterosaurs, sem voru vængjaðar eðlur sem gátu flogið. Til þessa hóps tilheyra fleygar risaeðlur með vænghaf sem var allt upp í 18 metra langt. Aðeins fannst hluti af steingerðri beinagrind risaeðlanna en hún gefur til kynna að tennur risaeðlunnar hafi verið hvassar og vænghafið hafi verið 2,4 metrar. Fundurinn gefur vísindamönnum færi á að rannsaka enn frekar tengslin milli fugla og fleygra risaeðlna. Nú hafa fundist steingervingar af um 40 af pterosaurs og meira en 1000 fuglum á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×