Innlent

Ákvörðunar að vænta frá Bauhaus

Byggingavöruverslanarisinn Bauhaus tekur í næstu viku ákvörðun um hvort byggð verður verslun hér á landi. Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtæk úttekt á íslenskum byggingavörumarkaði og nú munu niðurstöður þeirrar úttektar liggja fyrir. Í höfuðstöðvum norrænna útibúa verslananna í Danmörku er legið yfir útreikningum og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Bauhaus mun eiga í samstarfi við íslenska aðila um hugsanlega opnun Bauhaus-verslunar hér á landi en íslensku risarnir Byko og Húsasmiðjan bera sig mannalega, kveðast ekki óttast samkeppni og segja vöruverð í þessum geira hér á landi síst hærra en annars staðar í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×