Innlent

Engin þörf á fjölgun

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri gefur lítið fyrir ummæli Arnar Sigurðssonar, talsmanns Höfuðborgarsamtakanna, um að flokkarnir sem standa að R-lista ættu að slíta að samstarfi sínu og frekar beita sér fyrir að fjölga borgarfulltrúum svo skipting þeirra endurspegli betur vilja almennings. "Þetta er hans skoðun en ég held hins vegar að gæti menn sanngirni og skoði árangur þess sem meirihlutinn hefur verið að gera síðustu tólf ár, komist menn að annarri niðurstöðu en Örn Sigurðsson," segir Steinunn sem sér heldur enga þörf á því að fjölga borgarfulltrúum. "Ég var að koma frá Winnipeg um daginn og þar eru fimmtán borgarfulltrúar í nokkuð stærri borg," segir Steinunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×