Innlent

Óskar Bergsson tilkynnir um framboð í efsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík

Mynd/Vísir

Óskar Bergsson hefur tilkynnt um framboð í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Óskar kennir óvinsældum flokksforystunnar í ríkisstjórn um lítið fylgi flokksins í höfuðborginni. Þá segist hann hafa þess orðið var að flokksmönnum hafi líkað illa framboð Björns Inga Hrafnssonar í efsta sæti listans. Óskar segist hafa verið hvattur af flokksmönnum í borginni til að bjóða sig fram þar sem þeir telji hann búa yfir mikilli reynslu og þekkingu. Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík rennur út 29. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×