Erlent

Segja forsvarsmenn Merck hafa vitað af aukaverkunum Vioox

Virt læknatímarit heldur því fram að lyfjaframleiðandinn Merck hafi vitað af hliðarverkunum gigtarlyfsins Vioxx árið 2000, en ekki afhent upplýsingarnar. Lyfið var ekki tekið af markaði fyrr en í fyrra , þegar ljóst þótti að það tvöfaldaði líkur á hjartaáfalli hjá þeim sem það hefðu tekið í meira en eitt og hálft ár.

Forsvarsmenn læknatímaritsins New England journal of Medicine segja nú að Merck hafi eytt upplýsingum um skaðsemi lyfsins áður en framleiðandinn afhenti gögn um rannsóknir á lyfinu árið 2000. Meðal gagnanna sem var eytt að sögn blaðsins, voru upplýsingar um þrjú hjartaáföll sem mátti rekja til gigtarlyfsins. Þessu neita talsmenn Merck og segjast ekki hafa falið neitt þegar þeir afhentu úttekt sína á lyfinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×