Erlent

62 látnir í námuslysi í Kína

Sextíu og tveir létust og þrettán eru enn innilokaðir eftir enn eina námusprenginguna í Kína í nótt. Sprengingin varð í einkarekinni námu í Hebei-héraði. Tæplega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar slysið varð, 82r komust út af sjálfsdáðum en 32 var strax bjargað. Þetta er í þriðja sinn á aðeins nokkrum vikum sem tugir manna látast í námuslysi í Kína. Stjórnvöld í Kína hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka öryggi námuverkamanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×