Erlent

Margret Thatcher flutt á sjúkrahús

Thatcher kemur til blaðamannafundar vegna útgáfu bókar um sig í nóvember sl.
Thatcher kemur til blaðamannafundar vegna útgáfu bókar um sig í nóvember sl. MYND/AP

Margret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London um fimmleytið í dag eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher mun dvelja á sjúkrahúsinu að minnsta kosti í nótt og undirgangast rannsóknir til að hafa varan á, en mun að öllum líkindum útskrifast á morgun. Að sögn Sky-fréttastofunnar hefur heilsu járnfrúarinnar, sem nýlega varð áttræð, hrakað nokkuð frá því eiginmaður hennar féll frá fyrir rúmum tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×