Erlent

Saddam neitaði að vera við réttarhöld

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, við réttarhöldin í Bagdad.
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, við réttarhöldin í Bagdad. MYND/AP

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði að vera viðstaddur réttarhöldin yfir honum í Bagdad í dag og mætti ekki.

Saddam hótaði því við réttarhöldin í gær að mæta ekki til réttarhaldanna í dag og virðist sem það hafi gengið eftir því hvergi var hann að sjá. Sagði Saddam í gær réttarhöldin ólögmæt og bölvaði dómurunum fimm, sem fjalla um mál hans. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin, sem nú hefur þurft að fresta þrisvar sinnum, verður haldið áfram.

Tvö vitni að fjöldamorðunum í sjíaþorpinu Dujail árið 1982 áttu að mæta fyrir réttinn í dag. Búist var við stuttum réttarhöldum en talið er líklega að þeim verði frestað um nokkrar vikur því Írakar búa sig nú undir þingkosningar, sem fara fram 15. desember næstkomandi. Verði Saddam Hussein og sjö fyrrum aðstoðarmenn hans fundnir sekir um fjöldamorð, verða þeir líklega dæmdir til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×