Erlent

Mynt með mynd Benedikts XVI

Benedikt sextándi páfi fetaði í fótspor forvera síns, Jóhannesar Páls páfa annars, þegar myntslátta Páfagarðs gaf út evrumyntir með mynd Benedikts sextánda á framhliðinni.

Páfagarði er heimilt að gefa út mynt með eigin myndefni sem er fullgildur gjaldmiðill á evrusvæðinu. Ólíklegt má þó teljast að myntin með Benedikti sextánda páfa á framhliðinni verði notuð við almenn vörukaup því hún er gefin út í takmörkuðu upplagi og kaupverðið mun hærra en nafnverð myntarinnar. Þannig verður fimmtíu evru gullmynt seld á nær tíföldu nafnverði, fyrir um 30 þúsund krónur en nafnverðið er 3.800 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×