Erlent

Stríðsglæpir fortíðar skulu ekki hafa áhrif á framtíðina

MYND/Reuters

Japan á að hugsa um þann sársauka sem það hefur valdið Kína og Suður-Kóreu á árum áður en sagan á þó ekki að hindra framtíðarsamstarf, segir japanski utanríkisráðherrann Taro Aso. Samband Japan við Kína og Suður-Kóreu hefur beðið skaða að undanförnu vegna árlegra pílagrímsferða forsætisráðherrans, Junichiro Koizumi, til Yasukuni hofsins í Tókíó sem er tákn liðinna herátaka. Ósætti ríkjanna endurspeglast meðal annars í því að Kína hefur frestað árlegum fundi við Japan og Suður-Kóreu nú í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×