Innlent

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborg undirrita kjarasamning

Kjarasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar voru undirritaðir í húsi ríkissáttasemjara um kvöldmatarleitið í gær. Hjúkrunarfræðingarnir, sem flestir starfa á hjúkrunarheimilunum Droplaugarstöðum og Seljahlíð, höfðu áður fellt kjarasamning sem gerður var í september síðastliðnum.

Elsa B. Friðinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkunarfræðinga, segir að fyrri samningnum hafi verið hafnað á þeim forsendum að ekki hefði verið ákvæði um möguleika til launahækkana ef hjúkrunarfræðingar hefðu leitað sér endurmenntunar. Það ákvæði væri hins vegar komið í nýja samninginn. Elsa sagðist ekki eiga von á öðru en að nýji samningurinn yrði samþykktur þar sem þetta nýja ákvæði væri komið í staðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×