Innlent

Lögregla yfirbugaði mann með hníf

Snarráðir lögreglumenn yfurbuguðu vopnaðann mann í annarlegu ástandi í nótt og afvopnuðu hann. Þeir höfðu verið kallaðir að húsi í austurborginni vegna hávaða úr hljómtækjum eins íbúans. Þegar þeir bönkuðu upp á, kom hann til dyra vopnaður hnífi og hafði í hótunum, en í stað þess að hörfa, lögðu lögreglumennirnir í manninn og höfðu betur. Hann gistir fangageyumslur og verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×