Innlent

Hundar bíta bréfbera

Borið hefur á því að heimilishundar bíti bréfbera Íslandspósts. Af því tilefni sendi fyrirtækið frá sér auglýsingu með yfirskriftinni "Bítur hundurinn þinn?" og hvatti landsmenn til að tjóðra hundana sína utandyra og halda þeim frá bréfalúgum.

Umrædd auglýsing skartar fallegum dópermann hundi við vörslu dyragætta. Íslandspóstur mun reyndar ekki flagga þessari auglýsingu aftur þar sem nokkrir dópermann eigendur kvörtuðu yfir henni og töldu að hún gæfi ranga mynd af því hundakyni.

Árni Árnason, forstöðumaður kynningardeildar Íslandspósts, leggur áherslu á að Íslandspósti sé alls ekki illa við hunda. Fyrirtækið vilji aðeins koma póstinum til viðskiptavina hratt og örugglega og það með sem minnstri áhættu fyrir póstbera.

Árni segir að póstberar verði fyrir hundsbitum fimm til tíu sinnum að jafnaði á ári hverju. Og menn taka því ekki eins og hverju öðru hundsbiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×