Innlent

Dýrara að taka húsnæðislán hér á landi en í nágrannalöndunum

Það hallar verulega á íslenska neytendur þegar kemur að húsnæðislánunum, segir í helstu niðustöðum skýrslu sem neytendasamtökin hafa unnið í samvinnu við neytendasamtök í Evrópu.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að það sé dýrara í upphafi að taka húsnæðislán hér þar sem lántökugjald íslenskra fjármálafyrirtækja er umtalsvert hærra en að jafnaði á hinum Norðurlöndunum sem og Bretlandi, Írlandi, Þýskalandi, Hollandi og Austurríki. Þá segir í skýrslunni að sá ósanngjanri skattur, stimpilgjald sem lagður er á í flestum löndum með mismunandi formi, hafi verið lagður niður í Finnlandi og ættu önnur lönd að taka Finna sér til fyrirmyndað hvað þau mál varðar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að niðurstöður skýrslunnar bendi eindregið til að lánakjör til íslenskra neytenda verði að batna frá því sem nú er. Þá sé með öllu ósásættanlegt að íslenskir neytendur þurfi að greiða miklu meira vegna lána en neytendur í nágrannalöndunum gera og það á sama tíma og fjármálafyrirtæki hagnasst sem aldrei fyrr, segir Jóhannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×