Innlent

Bensínverð lækkar

Mynd/Getty Images

Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og gasolíu í gær og er það 16 lækkunin á sex vikum og rúmlega sjötugasta verðbreytingin á árinu.     

Algengt verð á bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum er nú komið niður í u.þ.b 105 krónur. Þetta er talsverð lækkun á nokkrum vikum frá því að verðið var farið að losa 116 krónur í sjálfsafgreiðslu og 120 krónur með fullri þjónustu. Þessar verðbreytingar hafa verið meira í takt við breytingar á heimsmarkaðsverði en þekkst hafa hingaðtil, sem bendir til virkrar samkeppni á milli félaganna, sömu félaga og áður og fyrr höfðu með sér ólöglegt samráð um verðlagningu. Þá virðist það ekki ganga eftir sem Davíð Oddson sagði á sínum tíma um að sektir Samkeppnisstofnunar á félögin vegna þeira lögbrota hefðu ekkert að segja, því félögin myndu hleypa þeim út í verðlagið. Reyndin er hinsvegar sú að álagningarprósenta félaganna hefur lækkað frá því að þau voru sektuð, þannig að þau hafa tekið á sig skellinn og gott betur. Á fjármálamarkaðnum er sagt að það sé vegna tilkomu Atlantsolíu, félögin hafi þar með ekki getað hleypt sektunum út í verðlagið  og auk þess orðið að draga úr álagningu. Giskað er á að olíulitrinn væri nú tviemur til þremur krónum dýrari en hann er, ef þau hefðu ekki dregið úr álagningu. Þrátt fyrir tíðar bensínlækkanir upp á síðkastið, en bensínlítrinn enn fimm krónum dýrari en um áramót. - Talsmenn OPEC olíuframleiðsluríkjanna sögðu í gær að verð á heimsmarkaði væri líklega að komast í jafnvægi og væri nú það sem kallast gæti eðlilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×